Innlent

Valur, Magnús og Ásmundur fara fyrir bankaráðum

Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra tilkynnti rétt í þessu um það hverjir sitja í nýskipuðum bankaráðum ríkisbankanna. Hann þakkaði um leið þeim sem setið hafa í bankaráðunum frá því ríkið tók yfir bankana kærlega fyrir vel unnin störf og mikla fórnvísi. Það er fjármálaráðherra sem skipar í ráðin en allir flokkar komu að því að tilnefna fólk. Björgvin sagði á blaðamannafundi í dag að stjórnarandstaðan hafi fengið að velja sex aðalmenn, tvo í hvert ráð. Laun hafa ekki verið ákvörðuð og er búist við því að það verði gert á ársfundum bankanna á útmánuðum. Bankaráðsmenn eru eftirfarandi:

 

Bankaráð Landsbankans:

 

Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi ríkissáttasemjari, formaður

Erlendur Magnússon

Stefanía Katrín Karlsdóttir

Salvör Jónsdóttir

Haukur Halldórsson

 

 

 

Bankaráð Glitnis:

 

Valur Valsson, fyrrverandi bankastjóri, formaður

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson

Katrín Óladóttir

Guðjón Ægir Sigurjónsson

Ólafur Ísleifsson

 

Bankaráð Kaupþings:

 

Magnús Gunnarsson, formaður

Auður Finnbogadóttir

Helga Jónsdóttir

Drífa Sigfúsdóttir

Erna Bjarnadóttir












Fleiri fréttir

Sjá meira


×