Innlent

Varað við hvassviðri á Kjalarnesi og í Staðarsveit

MYND/Vilhelm

Vegagerðin varar við hvassviðri, svo sem á Kjalarnesi og í Staðarsveit, þar sem vindhviður hafa verið yfir 30 metrum á sekúndu.

Að öðru leyti segir Vegagerðin vegi víðast hvar auða á Suður- og Vesturlandi. Þó eru hálkublettir á Bröttubrekku og á Vestfjörðum er hálka og skafrenningur á Klettshálsi og snjóþekja á Steingrímsfjarðarheiði en einnig sums staðar hálkublettir. Þorskafjarðarheiði er lokuð vegna viðgerðar á ræsi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×