Innlent

Gæti tekið viku að skipta um gjaldmiðil

Það þarf ekki að taka meira en rúma viku að skipta um gjaldmiðil, að mati Heiðars Más Guðjónssonar, framkvæmdastjóra hjá Novator og hagfræðings. Hann segir ekki nauðsynlegt að Ísland gangi í Evrópusambandið þótt evra verði tekin upp. Álit Evrópusambandsins á því máli skipti hreinlega ekki höfuðmáli. „Eigum við að hafa svo miklar áhyggjur af því hvað þeim finnst?," spyr Heiðar. Hann tjáði sig um gjaldmiðlamál í Íslandi í dag.

„Smærri gjaldmiðlar í heiminum eiga undir högg að sækja, myntbandalögin eru að stækka og sá sem hefur skrifað mest um þetta Robert Mundale hann hefur haldið því fram að það verði bara þrír gjaldmiðlar í framtíðinni og því miður er svolítið hæpið að ætla að krónan verði fjórði gjaldmiðillinn," segir Heiðar.

Hann segir að flest nágrannaríki Íslands séu farin að hugsa sinn gang varðandi gjaldmiðlamál og nefnir sem dæmi Bretland, Svíþjóð og Danmörku.

Heiðar segir að upptaka nýrrar myntar myndi leiða af sér aukin utanríkisviðskipti, öflugra bankakerfi og þar af leiðandi meiri hagvöxt. Auk þess yrði fasteignaverð stöðugra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×