Innlent

Skallaði mann á sextugsaldri þannig að hann missti meðvitund

Tvær kærur hafa verið lagðar fram hjá lögreglunni á Selfossi vegna líkamsárása aðfaranótt sunnudags.

Í öðru tilvikinu sló maður annan í höfuðið með flösku fyrir utan skemmtistaðá Selfossi. ann lét ekki þar við sitja og sló annan mann nokkur hnefahögg í andlitið. Árásaramaðurinn var handtekinn og yfirheyrður á lögreglustöð.

Hitt tilvikið átti sér stað á Stokkseyri þar sem unglingur skallaði mann sextugsaldri með þeim afleiðingum að maðurinn missti meðvitund. Unglingurinn var handtekinn og yfirheyrður um atvikið. Bæði þessi mál eru í rannsókn að sögn lögreglu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×