Innlent

Árétta að ekki sé hægt að taka upp evru án ESB - aðildar

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur ekki mögulegt fyrir Ísland, frekar en önnur ríki, að taka upp evru án inngöngu í Evrópusambandið. Þetta sjónarmið áréttaði fjölmiðlafulltrúi framkvæmdastjórnarinnar í svari sínu til Vísis.

Í svarinu segir að samkvæmt alþjóðalögum sé ekki hægt að hindra sjálfstætt ríki í að taka upp aðra mynt. En vegna náinna tengsla milli Evrópusambandsins og Íslands sé ljóst að einhliða upptaka myntarinnar yrði ekki gagnleg.



Mónakó, San Marino og Vatikanið hafi notað evruna en bakgrunnur þeirra, svo sem söguleg tengsl og fyrri myntir geri aðstæður þeirra ólíkar þeim aðstæðum sem Ísland er í.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×