Fótbolti

Fylkir vann í Lettlandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fylkismenn fagna marki gegn Þrótti í sumar.
Fylkismenn fagna marki gegn Þrótti í sumar.
Fylkir vann í dag glæsilegan 2-1 sigur á FK Riga á útivelli í Intertoto-keppninni í knattspyrnu.

Valur Fannar Gíslason kom fylki yfir á 25. mínútu leiksins og Peter Gravesen bætti öðru við á 70. mínútu.

Jevgeni Novikov minnkaði muninn fyrir heimamenn á 75. mínútu en nær komust þeir ekki.

Liðin mætast öðru sinni á Laugardalsvellinum um næstu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×