Innlent

Strætisvagn og fólksbílar í hörðum árekstri - þrír fluttir á sjúkrahús

Frá slysstað
Frá slysstað MYND/EGILL AÐALSTEINSSON

Nokkkuð harður árekstur varð á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu fyrir stundu. Um er að ræða strætisvagn og tvo fólksbíla. Búið er að loka Hringbrautinni í austurátt við Þjóðminjasafnið og í vesturátt á gatnamótunum við BSÍ.

Samkvæmt heimildum Vísis virðist sem annar fólksbíllinn hafi verið að gefa hinum bílnum rafmagn, þar sem þeir voru með húddin upp að hvor öðrum og rafmagnskaplar standa upp úr þeim.

 



















Frá slysstaðMYND/EGILL AÐALSTEINSSON

Bílarnir voru staddir á vinstri akrein á leið í austurátt og svo virðist sem strætisvagninn hafi keyrt aftan á bílinn með fyrrgreindum afleiðingum. Fjöldi sjúkrabíla voru á staðnum en þrír voru fluttir á sjúkrahús samkvæmt heimildum Vísis. Einn af þeim var var strætóbílstjórinn sem gekk sjálfur út úr vagninum. Fáir farþegar voru í vagninum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×