Innlent

Mikill erill í höfuðborginni - 140 bókanir

Nokkur erill var hjá lögreglunni í miðbænum í nótt.
Nokkur erill var hjá lögreglunni í miðbænum í nótt.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var þónokkur erill hjá lögreglunni í nótt. Eftir gærkvöldið og nóttina liggja 140 bókanir sem telst nokkuð mikið. Níu aðilar voru teknir fyrir meinta ölvun við akstur auk þess sem 5 líkamsárásir voru tilkynntar lögreglu.

Fjórar af þeim árásum voru í miðbæ Reykjavíkur en engin stórvægileg að sögn lögreglu. Það var hinsvegar mikið af fólki í miðbænum og mikil ölvun enda veðrið gott.

Engin stórvægileg mál komu hinsvegar upp á næturvakt lögreglunnar, og miðað við mannfjölda og aðstæður höguðu gestir miðbærjarins sér ágætlega að sögn lögrreglu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×