Innlent

Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er Arnarnesvegur lokaður vestan Reykjanesbrautar. Þar segir einnig að ný mislæg gatnamót á mótum Arnarnesvegar og Reykjanesbrautar verði opnuð síðar í þessum mánuði.

Vegagerðin sendir frá sér tilkynningu klukkan hálf átta í morgun og þar er sagt að vegir séu auðir að heita má um allt land, aðeins séu hálkublettir á nokkrum fjallvegum.

„Vífilsstaðavegur, vestan Reykjanesbrautar, er opinn inn á Reykjanesbraut til suðurs. Ný mislæg gatnamót á mótum

Vífilsstaðavegar og Reykjanesbrautar verða opnuð síðar í nóvember," segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×