Innlent

Björn ánægður með Pólverja

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, segir að ekki sé hægt að setja öll ríki Evrópusambandsins undir sama hatt líkt og hafi sannast í dag þegar fréttir bárust af 200 milljóna evru lánstilboði Pólverja til Íslendinga.

Björn segir í pistli á heimasíðu sinni að samband Íslendinga og Pólverja hafa verið mikið og gott undanfarin ár vegna hins mikla fjölda Pólverj sem hér hafa verið við störf.

,,Þá hafa pólsku Karmelnunnurnar í Hafnarfirði í mörg ár beðið fyrir landi og þjóð. Nú leggur pólska ríkið okkur lið með þessum góða hætti - megi það verða öðrum fyrirmynd innan Evrópusambandsins," segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×