Erlent

Obama sigraði Hillary á eyjunni Guam

Barack Obama bar sigurorð af Hillary Clinton í kosningum á Kyrrahafseynni Guam í gær. Munurinn var sjö atkvæði.

Íbúar á Guam fá ekki að taka þátt í forsetakosningunum sjálfum en þeir velja fjóra fulltrúa sem taka þátt í að velja frambjóðanda flokksins í nóvember. Hvorki Obama né Clinton fóru í kosningaleiðangur til Guam.

Obama hefur enn forskot á keppinaut sinn bæði hvað varðar ríki sem þau hafa unnið, atkvæði sem þau hafa fengið og fulltrúa sem styðja þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×