Lífið

Fóru hláturgöngu um Laugardalinn í dag

Í tilefni af alþjóðlegum hláturdegi var farin hláturganga um Laugardalinn í Reykjavík í dag.

Um 30 manns tóku þátt í göngunni og skemmtilegum hláturæfingum og leikjum um leið.

Reikna má með að mikið hafi verið hlegið um allan heim í dag en fleiri en 6000 hláturklúbbar eru í yfir 60 löndum og fer sífellt fjölgandi.

Í frétt um málið segir að það sé markmið stofnanda hláturhreyfingarinnar að efla frið í heiminum. Með því að hlæja með hvert öðru en ekki að hvert öðru styrkjum við kærleika, frið, bræðralag og umburðarlyndi gagnvart hvert öðru burtséð frá því hversu ólík við kunnum að vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.