Erlent

Dönsk lögregla fagnar sýknudómi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögreglumenn í Danmörku vörpuðu öndinni léttar eftir að þrír starfsbræður þeirra voru sýknaðir fyrir Eystri-Landsrétti í gær en þeir höfðu verið fundnir sekir á neðra dómstigi um að hafa farið offari við handtöku í fyrra.

Fjórtán lögreglumenn lýstu því yfir í Ekstrablaðinu danska að þeir myndu láta af störfum lyki málinu ekki með sýknu. Einn hinna ákærðu sagði eftir dómsuppkvaðningu að lögregla landsins gæti nú starfað eðlilega á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×