Lífið

Dark Knight slær met

Kvikmyndin The Dark Knight halaði inn 66.4 milljónum dollara í tekjur í gær en þá var myndin frumsýnd í kvikmyndahúsum víðs vegar um Bandaríkin.

Enginn mynd í sögunni hefur tekið inn svo miklar tekjur á frumsýningardegi en metið átti Spiderman 3 sem tók inn 59.8 milljónir í fyrra.

Dark Knight á einnig góða möguleika á að slá metið yfir mestar tekjur á frumsýningarhelgi en það met á Spiderman 3. Hún tók inn 151.1 milljón dollara fyrstu helgina sem hún var sýnd.

Heath Ledger fer með eitt aðalhlutverkið í Dark Knight en þetta var síðasta hlutverkið sem hann lék áður en hann féll frá snemma á þessu ári.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.