Enski boltinn

Venables gæti tekið tímabundið við Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Terry Venables.
Terry Venables. Nordic Photos / Getty Images

Terry Venables mun ákveða sig í dag hvort hann taki tímabundið við stjórn enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle.

Samkvæmt heimildum fréttastofu BBC hefur Newcastle verið í sambandi við Venables en ekki gert honum neitt tilboð enn sem komið er. Newcastle mun þó binda vonir við að ganga frá þessu máli fyrir helgina.

Newcastle hefur tapað þremur leikjum í röð síðan að Kevin Keegan hætti með liðið í upphafi mánaðarins.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur lýst yfir áhuga sínum að selja félagið og er talið að ekki verði hægt að ráða nýjan framtíðarknattspyrnustjóra þar til það verður gert.

Venables hefur verið atvinnulaus í tæpt ár síðan að hann var rekinn úr starfi sem aðstoðarmaður Steve McClaren þáverandi landsliðsþjálfara Englands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×