Thanou fékk silfrið hennar Jones Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. mars 2008 17:55 Marion Jones með gullið í Sydney, Thanou með silfrið og Tanya Lawrence frá Jamaíku með bronsið. Nordic Photos / Getty Images Gríski spretthlauparinn Katerina Thanou hefur fengið silfrið fyrir 100 metra hlaup kvenna á HM í Edmonton í Kanada árið 2001 sem Marion Jones vann upphaflega. Jones hefur játað neyslu ólöglegra lyfja og úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að hún skyldi skila öllum þeim verðlaunum sem hún vann frá september árið 2000. Sambandið var hins vegar tregt til að afhenda Thanou silfrið þar sem hún hefur sjálf farið í keppnisbann vegna lyfjamáls. Hún sleppti þremur lyfjaprófum skömmu fyrir Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 og var í kjölfarið dæmd í keppnisbann í tvö ár. Alþjóða Ólympíusambandið hefur hins vegar ekki enn ákveðið hvað eigi að gera við þau fimm verðlaun sem Marion Jones vann sér inn á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Í 100 metra hlaupi kvenna á þeim leikum vann Jones gullið og Thanou fékk silfur. Samkvæmt úrskurði IAAF nú ætti Thanou að fá þau verðlaun einnig en Ólympíusambandið hefur gefið til kynna að það muni fylgja fordæmi IAAF. „Það er ekkert annað sem okkur var stætt á að gera," sagði Nick Davies, talsmaður IAAF. „Það liggja engin sönnunargögn fyrir að Thanou hafi brotið í bága við lyfjalög sambandsins á þessum tíma sem þýðir að okkur er skylt að afhenda henni verðlaunin." En það er ljóst að forráðamenn IAAF gera þetta með óbragð í munni. Erlendar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira
Gríski spretthlauparinn Katerina Thanou hefur fengið silfrið fyrir 100 metra hlaup kvenna á HM í Edmonton í Kanada árið 2001 sem Marion Jones vann upphaflega. Jones hefur játað neyslu ólöglegra lyfja og úrskurðaði Alþjóða frjálsíþróttasambandið (IAAF) að hún skyldi skila öllum þeim verðlaunum sem hún vann frá september árið 2000. Sambandið var hins vegar tregt til að afhenda Thanou silfrið þar sem hún hefur sjálf farið í keppnisbann vegna lyfjamáls. Hún sleppti þremur lyfjaprófum skömmu fyrir Ólympíuleikana í Aþenu árið 2004 og var í kjölfarið dæmd í keppnisbann í tvö ár. Alþjóða Ólympíusambandið hefur hins vegar ekki enn ákveðið hvað eigi að gera við þau fimm verðlaun sem Marion Jones vann sér inn á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Í 100 metra hlaupi kvenna á þeim leikum vann Jones gullið og Thanou fékk silfur. Samkvæmt úrskurði IAAF nú ætti Thanou að fá þau verðlaun einnig en Ólympíusambandið hefur gefið til kynna að það muni fylgja fordæmi IAAF. „Það er ekkert annað sem okkur var stætt á að gera," sagði Nick Davies, talsmaður IAAF. „Það liggja engin sönnunargögn fyrir að Thanou hafi brotið í bága við lyfjalög sambandsins á þessum tíma sem þýðir að okkur er skylt að afhenda henni verðlaunin." En það er ljóst að forráðamenn IAAF gera þetta með óbragð í munni.
Erlendar Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Körfubolti Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Golf Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Íslenski boltinn Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Körfubolti Rashford nálgast Barcelona Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Í beinni: KA - ÍA | Botnliðin takast á Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Sjá meira