Enski boltinn

Bentley íhugar að fara frá Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
David Bentley, leikmaður Blackburn.
David Bentley, leikmaður Blackburn. Nordic Photos / Getty Images

David Bentley hefur gefið í skyn að hann kunni að yfirgefa Blackburn til að festa sig í sessi sem landsliðsmaður Englendinga.

Bentley er 23 ára gamall og hefur átt í viðræðum við Blackburn um nýjan samning. Hann vill hins vegar fá að spila reglulega í Evrópukeppnum.

„Tíminn mun leiða í ljós á næstu mánuðum hvað mun verða. Þetta er stór ákvörðun í mínu lífi. Maður veit aldrei í fótbolta. Stundum þar maður að taka erfiðar ákvarðanir."

Blackburn er sem stendur sjö stigum á eftir Everton sem er í fimmta sæti deildarinnar og það eina sem tryggir örugga þátttöku í UEFA-bikarkeppninni á næsta tímabili.

Bentley fór frá Arsenal árið 2005 í þeim tilgangi að fá að spila meira með öðru félagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×