Innlent

Björn um synjun forsetans á fjölmiðlalögunum

Björn Bjarnason
Björn Bjarnason

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra landsins skrifar pistil á heimasíðu sína í dag. Þar veltir hann m.a fyrir sér stöðu fjölmiðla á Íslandi og segir það ótrúleg tíðindi ef það teljist samrýmast eðlilegri skipan „fjórða valdsins" að sami eigandi sé þungamiðjan í verslunarrekstri í landinu og öllum fjölmiðlum nema RÚV og Viðskiptalblaðsins.

„Þegar alþingi ætlaði að koma böndum á fjórða valdið sumarið 2004 greip Ólafur Ragnar Grímsson til þess óþurftarverks að synja lögunum staðfestingar og tóku þau aldrei gildi," segir Björn í pistli sínum. Síðan vitnar hann í ummfjöllun DV um ferð Ólafs Ragnars í Háskólann í Reykjavík þar sem forsetinn er spurður hvesvegna hann hafi synjað fjölmiðlalögunum.

„Forseti svaraði því til að hann hefði talið mikilvægt að lítill hópur manna setti ekki reglur um fjölmiðla á Íslandi og hann hefði viljað að fólkið í landinu myndi eiga seinasta orðið um það."

Síðan segir Björn að hinn „litli hópur manna", sem Ólafur Ragnar nefnir þarna til sögunnar séu þingmenn, það er kjörnir fulltrúar þjóðarinnar.

„Af öllum þeim málum, sem alþingi hefur samþykkt á þeim rúmlega 12 árum, sem Ólafur Ragnar hefur verið forseti, er það aðeins eitt mál, dreifing eignarhalds á fjölmiðlum, sem hann telur, að hinn „litli hópur manna" í þinghúsinu megi ekki ákveða."

Hægt er að lesa allan pistil Björns hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×