Innlent

Kreppubrandarar óskast

Óli Tynes skrifar
Meee hehe.
Meee hehe.

Sem betur fer hefur skopskynið ekki svikið Íslendinga þótt á móti blási. Allskonar brandarar eru á ferð og flugi um netið, sumir í orðum aðrir í myndum.

Eins og til dæmis um fjárfestingabankamanninn sem sagði; „Ég tapaði gífurlegu fé á hruninu. Sem betur fór voru það peningar annarra."

Annað dæmi: „Þú ert fjárfestingabankastjóri er það ekki ?"

„Það er nú alveg óþarfi að vera að uppnefna mann."

Hver er munurinn á 16 tommu pitsu og fjárfestingabankamanni ? Pitsan getur ennþá mettað fjögurra manna fjölskyldu.

Hvað er hámark bjartsýninnar ? Fjárfestingabankamaður sem straujar fimm skyrtur á sunnudagskvöldi.

Myndir eru líka grínaktugar. Eins og sú sem þessu fylgir. Með henni þarf varla myndatexta.

Léttum nú aðeins lífið. Sendið mér kreppubrandara eða myndir til þess að vinna úr. Netfangið er oli.tynes@stod2.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×