Innlent

Vill að viðskipta- og fjármálaráðherra axli ábyrgð á ástandinu

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ.

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sagði í Mannamáli á Stöð 2 í kvöld að viðskipta- og fjármálaráðherra ættu að axla ábyrgð á atburðum síðustu vikna og taka poka sinn. Einnig kom fram í þættinum að samtök atvinnulífsins og ASÍ vinna að efnahagspakka sem vonandi endar með þjóðarsátt.

Þór Sigfússon formaður Samtaka Atvinnulífsins og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ voru gestir Sigmundar í Mannamáli í kvöld. Í máli þeirra kom fram að þeir væru þegar farnir að tala saman um nýjan efnahagspakka til þess að koma okkur út úr vandræðunum sem myndi vonandi enda með þjóðarsátt.

Gylfi Arnbjörnsson var ómyrkur í máli og sagði að miðað við allt sem á undan er gengið þá þyrftu margir að axla ábyrgð til þess að slá á reiðina.

Það væri ekki nóg að skipa nýja bankastjórn Seðlabankans heldur þyftu ráðherrar ríkisstjórnarinnar að líta í eigin barm. Nefndi hann þar sérstaklega fjármála- og viðskiptaráðherra sem bera ábyrgð á fjármálakerfinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×