Feðradagur í skugga fjármálakreppu 9. nóvember 2008 11:09 Hluti af auglýsingunni sem birtist í morgun. Feðradagurinn er haldinn í dag í þriðja skiptið en það er félag Foreldra um jafnrétti sem stendur að deginum. Lúðvík Börkur Jónsson formaður félagsins segir að í upphafi hafi krafan um daginn einfaldlega komið vegna mæðradagsins. Dagurinn á að minna fólk á stöðu og réttindi barna og feðra sem ekki búa við hefðbundið fjölskyldumynstur. Lúðvík segir að þriðja hvert barn á Íslandi búi hjá öðru foreldrinu og í 92% tilvika sé það móðirin sem fer með forræði barnsins. Hann segir lagaumhverfið sem snýr að þessum málum vera 10-15 árum á eftir nágrannalöndunum. „Ég hef oft líkt þessu við umræðuna um samkynhneigða í Færeyjum þar sem þeir fylgja örðum lögum en nágrannaþjóðirnar, það má berja samkynhneigða og það er ekkert gert í því. Í hvert skipti sem þingið reynir að laga þetta þá rísa upp sterk öfl í þjóðfélaginu sem eru trúfélög og sértrúarsöfnuðir," segir Lúðvík og bætir við að þegar umræða um réttindi feðra og barna hér á landi komi upp rísi mjög sterkir hópar upp gegn slíkum breytingum. Þar nefnir Lúðvík kvennréttindasjónarmið sem eru mjög sterk hér á landi. „Í löndunum í kringum okkur hafa þessi sjónarmið alltaf verið hávær gegn þessum breytingum, en þau hafa bara minna vægi þar heldur en hér á landi. Nægir þar að nefna stöðu kvennalistans hér á landi í gegnum árin." Lúðvík segir að nú sé hinsvegar eitthvað farið að þokast í þessari baráttu en dómsmálaráðuneytið ætlar að endurskoða meðlagsgreiðslukerfið frá grunni. „Það fylgdi með frá ráðuneytinu sú viðrkenning í kjölfar skýrslu um meðlagsgreiðslukerfið að það hefði ekki „þróast" í samræmi við kerfi annarra landa," segir Lúðvík og bætir við að dómsmálaráðneytið hafi einnig gefið út að breyta eigi barnalögum. Félag foreldra um jafnrétti hefur á þessum degi undanfarin tvö ár haldið ráðstefnu um þessi mál sem hefur verið ágætlega fjölsótt. „Hinsvegar hélt félagsmálaráðuneytið mjög keimlíka ráðstefnu um réttindi barna í þessari fjölskyldustöðu fyrir um fimm vikum síðan. Einnig töldum við að ástandið í þjóðfélaginu sé þannig núna að þetta sé kannski ekki alveg mál málanna," segir Lúðvík. Félagið birti þó heilsíðu í morgun þar sem minnt er á daginn og þá baráttu sem Lúðvík og félagar hafa staðið í. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira
Feðradagurinn er haldinn í dag í þriðja skiptið en það er félag Foreldra um jafnrétti sem stendur að deginum. Lúðvík Börkur Jónsson formaður félagsins segir að í upphafi hafi krafan um daginn einfaldlega komið vegna mæðradagsins. Dagurinn á að minna fólk á stöðu og réttindi barna og feðra sem ekki búa við hefðbundið fjölskyldumynstur. Lúðvík segir að þriðja hvert barn á Íslandi búi hjá öðru foreldrinu og í 92% tilvika sé það móðirin sem fer með forræði barnsins. Hann segir lagaumhverfið sem snýr að þessum málum vera 10-15 árum á eftir nágrannalöndunum. „Ég hef oft líkt þessu við umræðuna um samkynhneigða í Færeyjum þar sem þeir fylgja örðum lögum en nágrannaþjóðirnar, það má berja samkynhneigða og það er ekkert gert í því. Í hvert skipti sem þingið reynir að laga þetta þá rísa upp sterk öfl í þjóðfélaginu sem eru trúfélög og sértrúarsöfnuðir," segir Lúðvík og bætir við að þegar umræða um réttindi feðra og barna hér á landi komi upp rísi mjög sterkir hópar upp gegn slíkum breytingum. Þar nefnir Lúðvík kvennréttindasjónarmið sem eru mjög sterk hér á landi. „Í löndunum í kringum okkur hafa þessi sjónarmið alltaf verið hávær gegn þessum breytingum, en þau hafa bara minna vægi þar heldur en hér á landi. Nægir þar að nefna stöðu kvennalistans hér á landi í gegnum árin." Lúðvík segir að nú sé hinsvegar eitthvað farið að þokast í þessari baráttu en dómsmálaráðuneytið ætlar að endurskoða meðlagsgreiðslukerfið frá grunni. „Það fylgdi með frá ráðuneytinu sú viðrkenning í kjölfar skýrslu um meðlagsgreiðslukerfið að það hefði ekki „þróast" í samræmi við kerfi annarra landa," segir Lúðvík og bætir við að dómsmálaráðneytið hafi einnig gefið út að breyta eigi barnalögum. Félag foreldra um jafnrétti hefur á þessum degi undanfarin tvö ár haldið ráðstefnu um þessi mál sem hefur verið ágætlega fjölsótt. „Hinsvegar hélt félagsmálaráðuneytið mjög keimlíka ráðstefnu um réttindi barna í þessari fjölskyldustöðu fyrir um fimm vikum síðan. Einnig töldum við að ástandið í þjóðfélaginu sé þannig núna að þetta sé kannski ekki alveg mál málanna," segir Lúðvík. Félagið birti þó heilsíðu í morgun þar sem minnt er á daginn og þá baráttu sem Lúðvík og félagar hafa staðið í.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Sjá meira