Feðradagur í skugga fjármálakreppu 9. nóvember 2008 11:09 Hluti af auglýsingunni sem birtist í morgun. Feðradagurinn er haldinn í dag í þriðja skiptið en það er félag Foreldra um jafnrétti sem stendur að deginum. Lúðvík Börkur Jónsson formaður félagsins segir að í upphafi hafi krafan um daginn einfaldlega komið vegna mæðradagsins. Dagurinn á að minna fólk á stöðu og réttindi barna og feðra sem ekki búa við hefðbundið fjölskyldumynstur. Lúðvík segir að þriðja hvert barn á Íslandi búi hjá öðru foreldrinu og í 92% tilvika sé það móðirin sem fer með forræði barnsins. Hann segir lagaumhverfið sem snýr að þessum málum vera 10-15 árum á eftir nágrannalöndunum. „Ég hef oft líkt þessu við umræðuna um samkynhneigða í Færeyjum þar sem þeir fylgja örðum lögum en nágrannaþjóðirnar, það má berja samkynhneigða og það er ekkert gert í því. Í hvert skipti sem þingið reynir að laga þetta þá rísa upp sterk öfl í þjóðfélaginu sem eru trúfélög og sértrúarsöfnuðir," segir Lúðvík og bætir við að þegar umræða um réttindi feðra og barna hér á landi komi upp rísi mjög sterkir hópar upp gegn slíkum breytingum. Þar nefnir Lúðvík kvennréttindasjónarmið sem eru mjög sterk hér á landi. „Í löndunum í kringum okkur hafa þessi sjónarmið alltaf verið hávær gegn þessum breytingum, en þau hafa bara minna vægi þar heldur en hér á landi. Nægir þar að nefna stöðu kvennalistans hér á landi í gegnum árin." Lúðvík segir að nú sé hinsvegar eitthvað farið að þokast í þessari baráttu en dómsmálaráðuneytið ætlar að endurskoða meðlagsgreiðslukerfið frá grunni. „Það fylgdi með frá ráðuneytinu sú viðrkenning í kjölfar skýrslu um meðlagsgreiðslukerfið að það hefði ekki „þróast" í samræmi við kerfi annarra landa," segir Lúðvík og bætir við að dómsmálaráðneytið hafi einnig gefið út að breyta eigi barnalögum. Félag foreldra um jafnrétti hefur á þessum degi undanfarin tvö ár haldið ráðstefnu um þessi mál sem hefur verið ágætlega fjölsótt. „Hinsvegar hélt félagsmálaráðuneytið mjög keimlíka ráðstefnu um réttindi barna í þessari fjölskyldustöðu fyrir um fimm vikum síðan. Einnig töldum við að ástandið í þjóðfélaginu sé þannig núna að þetta sé kannski ekki alveg mál málanna," segir Lúðvík. Félagið birti þó heilsíðu í morgun þar sem minnt er á daginn og þá baráttu sem Lúðvík og félagar hafa staðið í. Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Feðradagurinn er haldinn í dag í þriðja skiptið en það er félag Foreldra um jafnrétti sem stendur að deginum. Lúðvík Börkur Jónsson formaður félagsins segir að í upphafi hafi krafan um daginn einfaldlega komið vegna mæðradagsins. Dagurinn á að minna fólk á stöðu og réttindi barna og feðra sem ekki búa við hefðbundið fjölskyldumynstur. Lúðvík segir að þriðja hvert barn á Íslandi búi hjá öðru foreldrinu og í 92% tilvika sé það móðirin sem fer með forræði barnsins. Hann segir lagaumhverfið sem snýr að þessum málum vera 10-15 árum á eftir nágrannalöndunum. „Ég hef oft líkt þessu við umræðuna um samkynhneigða í Færeyjum þar sem þeir fylgja örðum lögum en nágrannaþjóðirnar, það má berja samkynhneigða og það er ekkert gert í því. Í hvert skipti sem þingið reynir að laga þetta þá rísa upp sterk öfl í þjóðfélaginu sem eru trúfélög og sértrúarsöfnuðir," segir Lúðvík og bætir við að þegar umræða um réttindi feðra og barna hér á landi komi upp rísi mjög sterkir hópar upp gegn slíkum breytingum. Þar nefnir Lúðvík kvennréttindasjónarmið sem eru mjög sterk hér á landi. „Í löndunum í kringum okkur hafa þessi sjónarmið alltaf verið hávær gegn þessum breytingum, en þau hafa bara minna vægi þar heldur en hér á landi. Nægir þar að nefna stöðu kvennalistans hér á landi í gegnum árin." Lúðvík segir að nú sé hinsvegar eitthvað farið að þokast í þessari baráttu en dómsmálaráðuneytið ætlar að endurskoða meðlagsgreiðslukerfið frá grunni. „Það fylgdi með frá ráðuneytinu sú viðrkenning í kjölfar skýrslu um meðlagsgreiðslukerfið að það hefði ekki „þróast" í samræmi við kerfi annarra landa," segir Lúðvík og bætir við að dómsmálaráðneytið hafi einnig gefið út að breyta eigi barnalögum. Félag foreldra um jafnrétti hefur á þessum degi undanfarin tvö ár haldið ráðstefnu um þessi mál sem hefur verið ágætlega fjölsótt. „Hinsvegar hélt félagsmálaráðuneytið mjög keimlíka ráðstefnu um réttindi barna í þessari fjölskyldustöðu fyrir um fimm vikum síðan. Einnig töldum við að ástandið í þjóðfélaginu sé þannig núna að þetta sé kannski ekki alveg mál málanna," segir Lúðvík. Félagið birti þó heilsíðu í morgun þar sem minnt er á daginn og þá baráttu sem Lúðvík og félagar hafa staðið í.
Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira