Innlent

Kreppan hér er alvarlegri en sú sem Finnar upplifðu

Sú kreppa sem Íslendingar standa frammi fyrir er mun alvarlegri en það sem Finnar upplifðu á árunum 1990 til 1994. Er þá sama hvaða hagfræðilegi mælikvarði er notaður. Þetta er mat Jóns Baldvins Hannibalssonar, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra í Finnland.

Finnland varð örbirgðarþjóð í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar í kjölfar þess að bankakerfinu hafði verið gefinn laus taumur og eftirlitsstofnanirnar voru veikar. Þegar dró fyrir innstreymi á erlendu fjármagni og lánaframboði, vextir hækkuðu, viðskiptakjörin versnuðu og Sovétríkin hrundu kom fallið.

Fyrirtæki voru keyrð í þrot og atvinnuleysi varð að meðaltali 18 prósent, í sumum héruðum 50 prósent. Jón Baldvin segir stöðu Ísleninga nú enn verri en þegar sú finnska skall á.

Að mati Jóns Baldvins var það sem bjargaði Finnum að þeir mótuðu stefnu til framtíðar, strax. Sú pólitíska ákvörðun var tekin að breyta Finnlandi úr iðnaðarþjóðfélagi í hátækniþjóðfélag með breytingum á menntakerfinu. Þá var tekin sú ákvörðun að henda finnska markinu.

Jafnvel finnski framsóknarflokkurinn ákvað þvert á fyrri stefnu að sótt yrði um inngöngu í ESB árið 1993. Finnar væru jú ekki einir í heiminum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×