Enski boltinn

Tæklingin á Grétar var engin Taylor-tækling

Vísir gerði samanburð á tæklingunum sem un ræðir. Smelltu á myndina til að stækka hana
Vísir gerði samanburð á tæklingunum sem un ræðir. Smelltu á myndina til að stækka hana NordcPhotos/GettyImages

Arsene Wenger segir að hans menn í Arsenal séu komnir á fullu aftur inn í toppbaráttuna eftir 3-2 sigurinn á Bolton í dag.

Hann segir tæklingu Abou Diaby á Grétar Rafn Steinsson í leiknum ekki jafn grófa og tæklinguna sem kostaði Eduardo leiktíðina fyrir nokkrum vikum.

"Þetta var mikil prófraun fyrir mína menn. Við vorum 2-0 undir og manni færri þegar hálftími var eftir af leiknum. Þegar við náðum að jafna vissum við að það myndi ekki nægja okkur - sigur var það eina sem kom til greina. Ég er stoltur af strákunum og við ætlum að berjast til síðasta manns," sagði Wenger.

Varnarmaðurinn Abou Diaby tæklaði Grétar Rafn Steinsson illa í fyrri hálfleik og fékk að líta rautt spjald fyrir tilþrifin. Wenger vill ekki líkja henni saman við tæklingu Martin Taylor sem batt enda á leiktíðina hjá Eduardo forðum.

"Það var ekki ásetningur í þessu hjá honum en hann var með löppina of ofarlega þannig að við getum ekki mótmælt rauða spjaldinu. Mér finnst ekki hægt að bera þessar tæklingar saman því tækling Taylor var mikið hærri," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×