Enski boltinn

Sex leikir í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15

Grétar Rafn Steinsson
Grétar Rafn Steinsson NordcPhotos/GettyImages

Sex leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni núna klukkan 15. Grétar Rafn Steinsson er í eldlínunni með Bolton sem tekur á móti Arsenal og Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading sem tekur á móti Blackburn.

Derby tekur á móti Fulham í miklum fallslag á Pride Park, en Derby gæti fallið í dag ef liðið tapar og ef önnur úrslit verða liðinu í óhag.

Síðar í dag tekur svo Manchester United á móti Aston Villa á Old Trafford.

Leikirnir klukkan 15:00:

Birmingham - Man City

Bolton - Arsenal

Derby - Fulham

Portsmouth - Wigan

Reading - Blackburn

Sunderland - West Ham

Klukkan 17:15:

Manchester United - Aston Villa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×