Enski boltinn

Bolton yfir gegn Arsenal - Grétar í sviðsljósinu

Matt Taylor fagnar fyrra marki sínu sem hann skoraði eftir glæsilega fyrirgjöf frá Grétari Rafni
Matt Taylor fagnar fyrra marki sínu sem hann skoraði eftir glæsilega fyrirgjöf frá Grétari Rafni NordcPhotos/GettyImages

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Grétar Rafn Steinsson hefur heldur betur verið í sviðsljósinu í leik Bolton og Arsenal þar sem heimamenn í Bolton hafa yfir 2-0 í hálfleik.

Það var Matt Taylor sem skoraði bæði mörk Bolton. Það fyrra skoraði hann eftir glæsilega fyrirgjöf frá Grétari Rafni um miðbik hálfleiksins, en skömmu síðar var Abou Diaby rekinn af leikvelli í liði Arsenal fyrir ljóta tæklingu á Grétar.

Hálfleiksstaðan:

Birmingham 1-0 Man City

Bolton 2-0 Arsenal

Derby 1-1 Fulham

Portsmouth 1-0 Wigan

Reading 0-0 Blackburn

Sunderland 1-1 West Ham




Fleiri fréttir

Sjá meira


×