Lífið

Táraflóð Amy á brúðkaupsafmælinu

Slétt ár er síðan Amy Winehouse og hinn fangelsaði Blake Fielder-Civil giftu sig á Miami. Blake fann greinilega leið til að senda eiginkonunni blóm á brúðkaupsafmælinu þó hann sitji í fangelsi. Og það hafa fleiri en eiginmaðurinn munað eftir afmælinu, því fjöldi blómavanda beið Winehouse þegar hún fór út í morgun. Hún var greinilega snortin, og háskældi yfir blómunum meðan paparassarnir sem biðu hennar smelltu af. Enda svosem kannski nóg að gráta yfir.

Á árinu sem liðið er frá giftingunni hefur hún tekið of stóran skammt af eiturlyfjum, farið í meðferð, fallið, fengið fimm Grammyverðlaun fyrir plötu sem hún samdi um sambandsslit hennar og Blake og svo lenti hann í fangelsi fyrir líkamsárás og meinsæri. Það er því ekki við öðru að búast en að næsta ár verði viðburðarríkt.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.