Erlent

Þýskir dýragarðar deila um Knút

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/AP

Ísbjörninn Knútur er orðinn bitbein tveggja dýragarða í Þýskalandi. Annars vegar er þar um að ræða núverandi heimili Knúts, dýragarðinn í Berlín, en hins vegar krefst dýragarðurinn í borginni Neumünster í Norður-Þýskalandi þess að fá björninn afhentan í krafti samkomulags sem gert var þegar sá garður lánaði garðinum í Berlín Lars, föður Knúts, árið 1999.

Forsvarsmenn dýragarðsins í Neumünster halda því einnig fram að keppinautarnir í Berlín rambi á barmi gjaldþrots og séu ekki færir um að búa Knúti fullnægjandi heimili til frambúðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×