Innlent

Íbúðalánasjóður lækkar vexti

Íbúðalánasjóður hefur ákveðið frá og með deginum í dag að lækka vexti af íbúðalánum sínum í kjölfar útboðs á íbúðabréfum.

Vextir íbúðalána með uppgreiðsluákvæði lækka um 0,15 prósentustig, úr 5,05 prósentum í 4,90 prósent. Sama má segja um íbúðalán án uppgreiðslugjalds, vextir af þeim lækka úr 5,55 prósentum í 5,4 prósent. Þetta er í annað sinn í sumar sem íbúðalánasjóður lækkar vexti um 0,15 prósent.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×