Enski boltinn

Alonso: Fremstu sex eiga góða möguleika á sigri

Fernando Alonso var fljótastur á æfingum í gær og telur sig geta náð fjórða sæti á ráslínu í dag.
Fernando Alonso var fljótastur á æfingum í gær og telur sig geta náð fjórða sæti á ráslínu í dag. Mynd: Getty Images

Fernando Alonso náði besta tíma í æfingu kepppnisliða í gæt og ekur í hádeginu á lokaæfingu keppisliða fyrir tímatökuna sem er síðdegis í dag.

Hann telur tíma sinn í gær slembilukku, en hann gæti blandað sér í toppslaginn. Felipe Massa var með næst besta tíma í gær og Lewis Hamilton var níundi, en þeir berjast um titilinn í lokamóti ársins.

"Ég tel tíma minn ekki raunhæfan, því fimm mínútum fyrir lok æfingarinnar var ég átjándi, en náði svo besta tíma. Ég held við séum ekki svo öflugir. En sjáum hvað setur", sagði Alonso sem hefur unnið tvö mót á árinu.

Alonso segir að Renault hafi náð að stilla bílnum vel upp fyrir Interlagos brautina, en hann tryggði sér titla á brautinni 2005 og 2006 og þekkir því vel til þeirra spennu sem er á milli McLaren og Ferrari þessa mótshelgina.

"Það var ein sekúnda á milli fyrsta og fimmtánda bíls í gær og við verðum því að auka hraðann í tímatökunni. Æfiingin í hádeginu verður notuð til að fínstilla bílinn. Trúlega á ég möguleika á fjórða sæti á ráslínu, eins og í Japan og Kína, en kemst varla ofar. Þeir sem verða í fiyrstu sex sætunum í tímatökunni eiga þó góða möguelika í mótinu."

"Rigningu er spáð og þá verður mótið mjög vandasamt, sérstaklega varðndi dekkjaval. Það getur allt gerst, en McLaren og Ferrari er þó trúlega með fljótustu bílanna", sagði Alonso.

Bein ústending er frá æfingu keppnisliða á Stöð 2 Sport í dag kl. 12.55 og tímatakan er sýnd í opinni dagskrá kl. 15.45.

Sjá brautarlýsingu og tölfræði.


















Fleiri fréttir

Sjá meira


×