Lífið

Sér ekki fyrir sér framhald á Dark Knight

Því fylgir eitt stórt vandamál að búa til geysivinsæla bíómynd. Hvernig á að gera framhaldsmynd sem er betri? Michael Caine, sem leikur Alfred Pennyworth þjón Batmans í The Dark Knight, segir að það verði ekki auðvelt.

„Þessi mun ganga svo vel að það verður erfitt að gera framhaldsmynd. Við erum búin að gera eina og sú var betri en fyrri myndin. Núna þurfum við augljóslega að gera betur en þetta," sagði leikarinn í viðtali við WENN tímaritið. „Það er erfitt. Sérstaklega vegna þess að við höfum þegar brotið öll aðsóknarmet í sögu kvikmynda í Bandaríkjunum. Næst þurfum við að brjóta okkar eigið met. Það er erfitt."

Leikarinn gamalreyndi útskýrði svo að vandamálið fælist í því að The Dark Knight væri ekki bara besta Batman myndin, heldur ein af bestu kvikmyndum sem hefur verið gerð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.