Lífið

Simmi og Jói eru svín

Nafnarnir Simmi og Jói.
Nafnarnir Simmi og Jói.

„Það er bara fínt að svínin eru skírð í höfuðið á okkur Jóa. Þetta eru ekki fyrstu svínin sem bera þessi nöfn og við erum oft flokkaðir sem svín," segir Sigmar Vilhjálmsson markaðsstjóri og útvarpsmaður þegar Vísir segir honum frá Simma og Jóa í dýragarðinum á Slakka.

„Þannig að við berum greinilega vinsæl dýranöfn en við erum afburða hreinlegir menn og við Jói deilum því að við getum ekki unnið ef það er mikið drasl í kringum okkur. Snyrtimennskan er ekki sjúkleg, heldur viljum við hafa hreint í kringum okkur," segir Simmi.

„Ég og Jói verðum á Bylgjunni alla verslunarmannahelgina. Svo verð ég í bústað í Grímsnesinu þess á milli með fjölskyldunni."

Ástæða fyrir nafngiftinni

„Það var ástæða fyrir því að ég skírði svínin Simma og Jóa," segir Helgi Sveinbjörnsson ferðaþjónustubóndi á dýragarðinum á Slakka þegar Vísir spyr hann út í nöfnin á svínunum.

„Þegar ég var að sækja svínin vissi ég ekki alveg hvaða stærð ég fengi þannig að ég fór með kerru til að ná í þau. Þegar ég fæ þau sé ég að þetta eru smá grísir þannig að ég henti þeim í aftursætið og þegar ég geri það eru Simmi og Jói í útvarpinu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.