Lífið

Einar Örn ráðinn til Leikfélags Akureyrar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Einar Örn lék í Nonna og Manna ásamt Garðari Thor Cortes.
Einar Örn lék í Nonna og Manna ásamt Garðari Thor Cortes.
Einar Örn Einarsson leikari hefur ráðið sig til Leikfélags Akureyrar og mun hans fyrsta hlutverk verða í leikritinu Óvitum sem frumsýnt verður í lok ágústmánaðar. Einar, sleit barnskónum í Breiðholti en hefur verið búsettur í miðbænum undanfarin ár. Hann mun flytja búferlum til Akureyrar þegar nýja starfið hefst. „Já blessaður vertu, þetta er svaka ljúft," sagði Einar, þegar blaðamaður spurði hann hvort hann væri sáttur við Akureyri.

Einar er sjálfsagt þekktastur fyrir hlutverk sitt sem yngri bróðirinn í sjónvarpsþáttunum í Nonna og Manna. Hann lék burðarhlutverk í flestum leiksýningum sem Fjölbrautaskólinn í Breiðholti setti upp þegar hann var þar við nám. Eftir að stúdentspófi lauk lá leiðin svo til Bretlands, þar sem hann lauk leiklistarnámi.

Hann tók svo þátt í uppfærslu á Jesus Christ Superstar í Borgarleikhúsinu síðastliðinn vetur. „Það var alveg frábært að taka þátt í því. Þetta er svo skemmtileg tónlist maður," sagði Einar í samtali við Vísi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.