Lífið

Nýja Batman-myndin slær líka aðsóknarmet á Íslandi

Heath Ledger í hlutverki sínu í myndinni The Dark Knight.
Heath Ledger í hlutverki sínu í myndinni The Dark Knight.

The Dark Knight virðist ekki einungis ætla að slá öll aðsóknarmet erlendis heldur einnig hér á Íslandi, samkvæmt SamFilm, umboðsaðila myndarinnar hérlendis.

Opnun myndarinnar á Íslandi er sú stærsta fyrr eða síðar í krónum talið en tæplega 25 þúsund manns hafa séð myndina frá því að hún var frumsýnd þann 23. júlí.

The Dark Knight hefur auk þess slegið öll forsölumet á Íslandi en jafnmargir miðar hafa ekki selst á nokkra kvikmynd hér á landi í gegnum vefsíðuna midi.is

Þessi nýjasta Batman-mynd er þar að auki fyrsta kvikmyndin á Íslandi sem nær þeim merka áfanga að vera aðsóknarmesta mynd ársins sem ekki er frumsýnd í kringum stórhátíð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.