Lífið

Spennandi andlit í Ástríði

Silja Hauksdóttir segir að nóg verði af spennandi andlitum í þáttaröðinni Ástríði, þó að þekktum fjármálamógúlum muni tæplega bregða fyrir.
Silja Hauksdóttir segir að nóg verði af spennandi andlitum í þáttaröðinni Ástríði, þó að þekktum fjármálamógúlum muni tæplega bregða fyrir.
Tökur á þáttaröðinni Ástríði hefjast í næstu viku. Ilmur Kristjánsdóttir er þar í aðalhlutverki sem hin unga Ástríður, sem hefur störf hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.

Ráðið hefur verið í helstu aukahlutverk líka, en þau Þórir Sæmundsson, Þóra Karítas Árnadóttir, Friðrik Friðriksson, Kjartan Guðjónsson og Rúnar Freyr Gíslason munu öll koma fyrir í stærri hlutverkum í þáttaröðinni, að sögn leikstjórans, Silju Hauksdóttur. „Þau vinna flest hjá sama fjármálafyrirtæki og í sömu deild og Ástríður," útskýrir hún.

„Hilmir Snær Guðnason og Margrét Vilhjálmsdóttir munu líka koma fyrir í skemmtilegum hlutverkum," bætir Silja við, en hún segir áhorfendur ekki eiga að vænta þess að sjá þekktum andlitum úr fjármálageiranum bregða fyrir á skjánum. „Ég myndi nú samt segja að það verði spennandi andlit innan um, þó þau verði ekki úr þeim geira," segir Silja dularfull.

Áætlað er að tökum ljúki í byrjun september, en Ástríður verður í formi tólf framhaldsþátta, sem Stöð 2 mun að öllum líkindum taka til sýninga eftir áramót. -sun






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.