Lífið

Gibson ólöglegur í gallabuxum

Steinþór Helgi Arnsteinsson skrifar
Umfjöllun DV í dag.
Umfjöllun DV í dag.

Mel Gibson prýðir forsíðu DV í dag þar sem hann sést spila golf í gallabuxum og sandölum á Urriðavelli í Garðabæ. Allir þeir sem eitthvað hafa komið nálægt því ágæta sporti vita vel að iðkun íþróttarinnar í slíkum klæðnaði jaðrar við guðlast.

„Ræsirinn var ekki staðnum þegar hann fór út á teig, því annars hefði hann verið beðinn um að skipta um föt enda gilda sömu reglur um alla hér á golfvellinum, alveg sama hvað þeir heita," segir Theodór Blöndal, starfsmaður Urriðavallar.

Theodór segir að leikarinn hafi gert boð á undan sér og auðvitað hafi starfsmenn vallarins tekið honum fagnandi. Klæðnaður Gibsons var hins vegar ekki til fyrirmyndar og að sögn Theodórs verður Gibson að gjöra svo vel að mæta í meira viðeigandi klæðnaði ætli hann sér aftur út á völlinn.

Mel Gibson hefur verið á ferðalagi um landið undanfarna daga og m.a. rennt fyrir laxi í Selá. Í gær sást einnig til Óskarsverðlaunahafans í Bláa lóninu og Grindavík. Ekki er vitað hversu lengi Gibson mun dvelja hérlendis en talið er að hann haldi af landi brott í vikunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.