Lífið

Garðar Thor leitar að eftirmanni Einars

Garðar Thor Cortes.
Garðar Thor Cortes.

Garðar Thor Cortes leitar sér nú að nýjum umboðsmanni. Morgunblaðið sagði frá því fyrir fáeinum dögum að Einar Bárðarson, sem verið hefur umboðsmaður hans, hygðist snúa sér að öðrum verkefnum. Aðspurður sagðist faðir Garðars ekki hafa hugmynd um hvað hefði valdið samstarfsslitunum. „En þetta virðist hafa haft einhvern aðdraganda," sagði Garðar Cortes eldri.

Garðar segir að ferill Garðars Thors og Einars hafi blómstrað á undanförnum árum og hann og Einar hafi náð góðum árangri saman. Það hafi þó sett strik í reikninginn að Garðar hafi veikst lítillega. „Þetta er bara með söngvara eins og íþróttamenn. Ef að söngvari veikist, fær kvef og tapar röddinni eða eitthvað, þá er þetta bara eins og þegar fótboltamaður fær ígerð í tá," segir Garðar. Hann segir þó að Garðar hafi náð sér að fullu.

Garðar eldri segir að framundan hjá Garðari Thor séu tónleikar með Kiri Te Kanawa í Jersey í Englandi og hann verði svo líklegast í Íslensku óperunni í haust.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.