Erlent

Danir geta fræðst um náungann í nýjum gagnagrunni

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Danir munu innan skamms geta flett upp öllu sem þá fýsir að vita um náunga sinn í gagnagrunni sem gengur undir nafninu Geomatic.

Upplýsingarnar eru þó ekki persónugreinanlegar en þar munar ekki miklu. Hægt er að leita á svæði allt niður í 100 sinnum 100 metrar að stærð og sækja tölfræðilegar upplýsingar um meðallaun á því svæði, hvar íbúarnir versla helst, greiðslukortanotkun, notkun bókasafna og hvort og hvers konar tónlist sótt er á Netið.

Fyrirtækið sem stendur að baki Geomatric segir það til dæmis nýtast fólki sem er að flytja í nýtt hverfi og vill hafa hugmynd um hvers kyns nágranna það mun eiga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×