Erlent

Hillary verður næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Timesonline

Hillary Clinton verður næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Þetta hefur Reuters-fréttastofan eftir heimildarmanni innan Demókrataflokksins.

Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseti, mun tilkynna þetta eftir þakkargjörðardaginn sem er í næstu viku. Ekki eru allir jafnhrifnir af þessum ráðahag og óttast margir að völd forsetahjónanna fyrrverandi í nýju ríkisstjórninni verði of mikil gangi þetta eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×