Íslenski boltinn

Jónas Grani á leið frá FH

Elvar Geir Magnússon skrifar
Heimir Guðjónsson og Jónas Grani Garðarsson,
Heimir Guðjónsson og Jónas Grani Garðarsson,

Ljóst er að sóknarmaðurinn Jónas Grani Garðarsson verður ekki áfram í herbúðum FH en þetta staðfesti hann við vefsíðuna Fótbolti.net. Hann hyggst halda áfram í boltanum en mun ekki endurnýja samning við Íslandsmeistarana.

Jónas Grani varð markakóngur í Landsbankadeildinni í fyrra þegar hann lék með Fram. Hann skipti síðan aftur yfir til FH fyrir síðasta tímabil en náði ekki að festa sig í sessi og var aðallega notaður sem varamaður.

Óvissa var með miðjumanninn Dennis Siim en hann hefur nú skrifað undir nýjan eins árs samning við FH. Þá hafa Atli Guðnason, Guðmundur Sævarsson, Matthías Vilhjálmsson, Atli Viðar Björnsson, Tommy Nielsen og markvörðurinn Gunnar Sigurðsson allir skrifað undir nýja samninga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×