Erlent

Reyndi að nauðga átta konum á 90 mínútum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá Glasgow.
Frá Glasgow.

Fimmtán ára Skoti hefur verið dæmdur til fjögurra ára vistar í ungmennafangelsi eftir að hafa ráðist á og reynt að nauðga átta konum á aðeins níutíu mínútum.

Hann hafði þambað heila flösku af styrktu víni á örskömmum tíma í miðborg Glasgow, þegar hugur hans hneigðist óbeislaður til kvenna. Hann veittist að konunum einni af annarri og var loks handtekinn á heimili sínu síðar um kvöldið, án þess að hafa komið fram vilja sínum.

Dómarinn sagðist hafa dæmst hann til mun þyngri refsingar ef ekki hefði komið til ungur aldur sakborningsins og flekklaus ferill.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×