Erlent

Spá þverrandi áhrifum Bandaríkjanna

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/Getty Images

Glæpir, hryðjuverk og átök um auðlindir, jafnvel mat og vatn, er meðal þess sem spáð er í kolsvartri skýrslu leyniþjónusturáðs Bandaríkjanna sem birt var í gær.

Í skýrslunni er að finna spá sem nær til ársins 2025 og er hún allt annað en falleg. Auk þess sem þegar er nefnt telur leyniþjónusturáðið hættuna á því að gripið verði til kjarnorkuvopna stóraukast og að áhrif Bandaríkjanna í heiminum verði á hröðu undanhaldi. Kína og Indland muni hins vegar fá aukinn áhrifamátt.

Í skýrslunni segir enn fremur að skipulagðri glæpastarfsemi vaxi mjög fiskur um hrygg og sum ríki í Asíu og Suður-Ameríku muni jafnvel leysast upp og hverfa með öllu úr sögunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×