Dalvík á hliðina vegna Eurovision 21. maí 2008 16:26 Skólakrakkarnir láta ekki sitt eftir liggja. Það verður allt á öðrum endanum í Dalvíkurbyggð næstu daga. Þriggja daga Eurovisionhátíðarhöld eru fyrir höndum, enda er bærinn heimabær Friðriks Ómars, annars helmings Eurobandsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Serbíu. „Þetta er bara allt að gerast. Við ákváðum bara að setja allt á annan endann og gera eitthvað almennilegt úr þessu," segir Júlíus Júlíusson, forsvarsmaður stuðningshóps Eurobandsins. Það kom honum ekkert á óvart að Friðrik, sem hann hefur þekkt frá unga aldri, skyldi enda í Eurovision. „Ég sagði við hann þegar hann var smágutti að hann ætti eftir að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. Nú er komið að því," segir Júlíus. Myndir krakkanna prýða glugga ráðhúss bæjarins.Dalvíkingar ætla ekki að láta sitt eftir liggja í stuðningi við sitt fólk. Þeir hafa gert aðdáendamyndband til að stappa stálinu í Eurovisionfarana og verður bærinn í sannkölluðum Eurovisionbúningi næstu daga. Þriðja og fjórða bekkjar börn í bænum hafa teiknað myndir til stuðnings sveitarinnar, sem skreyta nú ráðhús bæjarins, og fjögur þúsund blöðrur merktar Eurovisionþorpinu Dalvík eru á leið norður með flugi. Þær verða væntanlega á lofti í risaskrúðgöngu sem fer á morgun frá ráðhúsinu í íþróttahúsið, þar sem horft verður á undankeppnina á risaskjá. Júlíus hefur tröllatrú á því að Ísland verði í hópi þeirra tíu þjóða sem komast áfram á undanúrslitakvöldinu. „Það verður upphitunarkvöld á föstudag. Við vitum og trúum að þau komist áfram og stefnum á heljarinnar veislu á laugardag." Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira
Það verður allt á öðrum endanum í Dalvíkurbyggð næstu daga. Þriggja daga Eurovisionhátíðarhöld eru fyrir höndum, enda er bærinn heimabær Friðriks Ómars, annars helmings Eurobandsins, sem keppir fyrir Íslands hönd í Serbíu. „Þetta er bara allt að gerast. Við ákváðum bara að setja allt á annan endann og gera eitthvað almennilegt úr þessu," segir Júlíus Júlíusson, forsvarsmaður stuðningshóps Eurobandsins. Það kom honum ekkert á óvart að Friðrik, sem hann hefur þekkt frá unga aldri, skyldi enda í Eurovision. „Ég sagði við hann þegar hann var smágutti að hann ætti eftir að keppa í Eurovision fyrir Íslands hönd. Nú er komið að því," segir Júlíus. Myndir krakkanna prýða glugga ráðhúss bæjarins.Dalvíkingar ætla ekki að láta sitt eftir liggja í stuðningi við sitt fólk. Þeir hafa gert aðdáendamyndband til að stappa stálinu í Eurovisionfarana og verður bærinn í sannkölluðum Eurovisionbúningi næstu daga. Þriðja og fjórða bekkjar börn í bænum hafa teiknað myndir til stuðnings sveitarinnar, sem skreyta nú ráðhús bæjarins, og fjögur þúsund blöðrur merktar Eurovisionþorpinu Dalvík eru á leið norður með flugi. Þær verða væntanlega á lofti í risaskrúðgöngu sem fer á morgun frá ráðhúsinu í íþróttahúsið, þar sem horft verður á undankeppnina á risaskjá. Júlíus hefur tröllatrú á því að Ísland verði í hópi þeirra tíu þjóða sem komast áfram á undanúrslitakvöldinu. „Það verður upphitunarkvöld á föstudag. Við vitum og trúum að þau komist áfram og stefnum á heljarinnar veislu á laugardag."
Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Fleiri fréttir Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Sjá meira