Lífið

Merzedes Club gefur sér tíma fyrir góðverk

Hljómsveitin ætlar að heimsækja sambýli fyrir einhverfa á morgun.
Hljómsveitin ætlar að heimsækja sambýli fyrir einhverfa á morgun.

Hljómsveitin Merzedes Club mun gefa sér tíma til að kíkja á sambýli fyrir einhverfa í Breiðholti fyrir Eurovision á morgun. En þar verður haldin grillveisla fyrir íbúana og foreldra.

Að sögn Valgeirs Magnússonar umboðsmanns Merzedes Club er hljómsveitin stödd í upptökuveri nánast allan sólarhringinn um þessar mundir enda á nýja platan þeirra að fara í masteringu til Englands næsta sunnudag.

Haffi Haff syngur eitt lag með Merzedes Club á nýju plötunni.

"Barði Jóhannsson lagahöfundur raðar út hverjum hittaranum á fætur öðrum og mun eitt lagið verða flutt af gestasöngvaranaum Haffa Haff."

"Meðlimir vonast til að Eurobandinu gangi vel í keppninni en eru gríða svekktir yfir því að kalkúnninn Dustin sé dottinn úr keppni. En það er samt sem áður gott mál fyrir Ísland því með því fór helsta samkeppnin við Friðrik Ómar. Þannnig að hugsanlega græðum við á því að Dustin sé farinn úr keppninni," segir Valgeir að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.