Lífið

Með magapínu út af leiknum í kvöld

Bjarni Haukur verður á Akureyri um helgina.
Bjarni Haukur verður á Akureyri um helgina.

"Það er voðalega hollt fyrir fólk að fara á þessa sýningu núna þegar allt virðist vera að fara til fjandans til að minna okkur á hvað er mikilvægast í lífinu," segir Bjarni Haukur Þórsson leikari þegar Visir spyr hann út í einleikinn Hvers virði er ég sem hann leikur í um þessar mundir.

Hvað er mikilvægast í þínu lífi? "Í dag er bara það mikilvægasta í mínu lífi leikur Manchester United og Chelsea í kvöld. Ég vaknaði með í maganum. Þetta er svo svakalega stór og mikilvægur úrslitaleikur. "

"Viðbrögð áhorfenda hafa verið mögnuð og mjög gaman að leika þetta. Sýningin er bara um klukkutími og það er búið að vera fullt síðan ég byrjaði. Ég geri grín af peningum yfir höfuð og hvað þeir stjórna miklu í okkar lífi og eru kannski þegar öllu er á botninn hvolft ómerkilegir bréfmiðar með fyndnum myndum á," segir Bjarni Haukur.



Gamanleikurinn Hvers virði er ég verður sýndur á Akureyri um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.