Enski boltinn

Kallström vill til Everton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Kim Kallström.
Kim Kallström.

Kim Kallström segist vera tilbúinn að yfirgefa franska liðið Lyon og ganga til liðs við Everton í Englandi. Þessi sænski landsliðsmaður hefur leikið 60 leiki með Lyon en hann gekk til liðs við félagið eftir HM 2006.

Hann segir að Everton hafi ekki gert formlegt tilboð í sig en hann hefur verið orðaður við félagið. Kallström segir að draumur sinn sé að leika í ensku úrvalsdeildinni en hann sé þó ánægður í herbúðum Lyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×