Enski boltinn

Macherano gengst við kærunni

NordcPhotos/GettyImages

Argentínumaðurinn Javier Mascherano hjá Liverpool hefur gengist við kæru aganefndar enska knattspyrnusambandsins vegna rauða spjaldsins sem hann fékk gegn Arsenal á dögunum.

Hann hefur hinsvegar farið fram á fund með aganefndinni til að útskýra mál sitt og fer hann fram þann 3. apríl.

Mascherano situr nú af sér eins leiks bann en fær tvo leiki til viðbótar ef hann nær ekki að telja aganefndinni trú um annað.

Hann yrði þá í banni gegn Arsenal þann 5. apríl og Blackburn átta dögum síðar. Hann er hinsvegar löglegur með Liverpool í viðureignunum tveimur gegn Arsenal í Meistaradeildinni.

Mascherano verður í banni í grannaslag Liverpool og Everton á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×