Enski boltinn

Fletcher frá í sex vikur

NordcPhotos/GettyImages

Miðjumaðurinn Darren Fletcher hjá Manchester United verður frá keppni næstu sex vikurnar eftir að hafa meiðst á hné í landsleik með Skotum gegn Króötum í vikunni.

Þetta þýðir að Fletcher verður ekki með liði sínu í mikilvægum leikjum á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni og stjóri hans Alex Ferguson er að vonum ósáttur.

"Þessar fréttir af Darren eru okkur mikið áfall og þetta sýnir enn á ný hvað það er tilgangslaust að spila þessa æfingalandsleiki. Hann hefði átt að spila einn hálfleik eða í mesta lagi 60 mínútur í þessum leik - en hann spilaði allan tímann og er fyrir vikið úr leik næstu sex vikurnar," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×