Innlent

Skiptir ekki máli í hvað kosningasjóðir fara - Svo lengi sem það sé í þágu flokksins

Stjórn Félags ungra Framsóknarmanna á Akureyri sendi fjölmiðlum í kvöld ályktun þar sem félagið lýsir yfir undrun sinni yfir framgöngu fjölmiðla í hinu svokallaða fatakaupamáli.

Það er skoðun félagsins að málið hafi verið blásið upp og það sé vilji fjölmiðla að koma höggi á Framsóknarflokkinn.

"Málið er minniháttar og ein milljón í kosningabaráttu sem kostar tugi milljóna getur varla verið verð slíkrar umfjöllunar," segir í ályktuninni.

Ennfremur segir: Það skiptir einfaldlega ekki máli í hvað kosningasjóðir fara svo lengi sem fjármunirnir eru nýttir í þágu viðkomandi flokks í aðdraganda kosninga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×