Lífið

Gleðisveit Gaulverjahrepps vann mýrarboltann

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Aðskilnaðarhreyfing Vestfjarða bar sigur úr býtum í karlaflokki á Evrópumeistaramóti í mýrarbolta sem fram fór á Ísafirði nú um helgina. Gleðisveit Gaulverjahrepps varð svo sigursælust í kvenna. Alls voru um 50 leikir spilaðir á mótinu sem er haldið í fimmta sinn, en þetta er í annað sinn sem mótið er haldið um verslunarmannahelgi.

Að sögn Smára Karlssonar, eins af skipuleggjendum mótsins, gengur mýrarbolti út á það að skora mörk, rétt eins og í venjulegum knattspyrnuleik. Smári segir að mótið sé alltaf jafn skemmtilegt en aldrei hafi verið eins mikil veðurblíða og um þessa helgi. Smári telur víst að vinsældir mýrarboltans muni aukast í framtíðinni og að Vestfirðir komist á kortið fyrir þessa iþrótt. "Vestfirðir eru fyrir mýrabolta, það sem Suðurnesin eru fyrir körfuboltann," segir Smári.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.