Enski boltinn

Ashley í viðræðum við átta mögulega kaupendur

Mike Ashley
Mike Ashley NordicPhotos/GettyImages

Joe Kinnear, stjóri Newcastle, segir eiganda félagisins vera í viðræðum við átta hópa fjárfesta með það fyrir augum að selja klúbbinn. Kinnear sagði Sky fréttastofunni að hann ætti ekki von á að fá að halda áfram með liðið.

Kinnear var ráðinn knattspyrnustjóri tímabundið á föstudaginn síðasta en ekki er reiknað með því að hann verði lengi við stjórnvölinn.

Hann er með samning um að stýra Newcastle í átta leikjum en gæti setið lengur ef salan á félaginu dregst lengur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×